Fótbolti

Bellingham rak kokkinn sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jude Bellingham leitar sér að nýjum kokki.
Jude Bellingham leitar sér að nýjum kokki. getty/Diego Souto

Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, hefur rekið kokkinn sinn. Hann var ekki nógu sáttur við störf hans.

Kokkurinn Alberto Mastromatteo byrjaði að starfa fyrir Bellingham þegar hann kom til Madrídar í sumar. Hann hafði gott orð á sér eftir að hafa unnið með Karim Benzema. 

Mastromatteo bjó með Englendingnum og mömmu hans en þau voru ekki nógu ánægð með störf hans og létu hann róa.

Þótt Bellingham hafi ekki verið nógu sáttur við Mastromatteo hefur það ekki haft áhrif á spilamennsku hans. Enski landsliðsmaðurinn hefur nefnilega farið á kostum á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid og skorað sautján mörk í 21 leik í öllum keppnum.

Bellingham, sem er aðeins tvítugur, kom til Real Madrid frá Borussia Dortmund í sumar. Hann skrifaði undir sex ára samning við Madrídarliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×