Innlent

Eldur í vöru­bíl við Geirland

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vörubíl sem kveiknað hafði í við Geirland.
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vörubíl sem kveiknað hafði í við Geirland. SHS

Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl inni á athafnasvæði við Geirland 1 nálægt Gunnarshólma við Suðurlandsveg. Slökkvilið sendi tvo bíla á vettvang og hefur ráðið niðurlögum eldsins.

Bjarni Ingimarsson, innivarðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta við fréttastofu.

Slökkviliðinu barst tilkynning um brunann rétt fyrir ellefu í kvöld og samkvæmt varðstjóra voru tveir bílar sendir á vettvang, einn slökkviliðsbíll og einn tankbíll.

Vörubíllinn sem kviknaði í var á athafnasvæði við Geirland 1 þar sem verktakar eru að vinna að breikkun þjóðvegarins við Lögbergsbrekku. 

Að sögn varðstjóra var svæðið mannlaust og hafði eldurinn engin frekari áhrif þó fleiri vinnuvélar væru á staðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×