Lífið

Jógastaða vikunnar: Stríðs­maður eitt eykur styrk í fótum

Boði Logason skrifar
Þóra Rós kennir lesendum Vísis jógastöðu vikunnar annan hvern þriðjudag.
Þóra Rós kennir lesendum Vísis jógastöðu vikunnar annan hvern þriðjudag. Vilhelm

Í jógastöðu vikunnar kennir jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir lesendum stöðu sem kallast Stríðsmaður 1. Þóra Rós kennir lesendum Vísis nýja jógastöðu annan hvern þriðjudag.

Klippa: Jógastaða vikunnar: Stríðsmaður 1

Þóra Rós segir að Stríðsmaður 1 hjálpi til að auka styrk í fótum: 

„Fremri fótur vísar beint fram, aftari fótur vísar í 45 gráður og iljar í gólf. Mjaðmir og axlir vísa fram. Beygðu fremra hné í 90 gráður eða minna, gættu þess að hné fari aldrei fram fyrir tær. Líttu upp eða beint fram. Hendur beinar upp frá öxlum. Horfa á einn punkt beint fyrir framan þig. Halda stöðunni og anda í 5-8 andardrætti. Finndu fyrir því að allur líkaminn er að vinna og þú finnur fyrir öllum vöðvunum,“ segir hún.

Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×