Innlent

Játaði að hafa kveikt í Út­gerðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Skemmtistaðurinn Útgerðin stendur við Stillholt á Akranesi.
Skemmtistaðurinn Útgerðin stendur við Stillholt á Akranesi. Vísir/Vilhelm

Maður hefur játað að hafa kveikt í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi skömmu fyrir áramót.

Frá þessu greinir á vef lögreglunnar á Vesturlandi þar sem fram kemur að lögregla hafi verið með málið til rannsóknar síðustu daga. Útgerðin stendur við götuna Stillholt.

„Við yfirheyrslu hefur einn aðili játað verknaðinn og verið einn að verki. Málið telst upplýst,“ segir á vef lögreglunnar.

Í nýlegri færslu á Facebook-síðu Útgerðarinnar segir að um leið og forsvarsmenn staðarins þakki fyrir hringingar, skilaboð, heimsóknir og boð um aðstoð þá er fólk beðið um fordæma frekar verknaðinn en aðilann sem stóð fyrir íkveikjunni.

„Öll höfum við gert eitthvað sem við sjáum eftir, mismikið þó og öll eigum við aðstandendur sem standa okkur að baki. Við heyrum reiði í mörgum, sér í lagi að kippa staðnum af okkur á þessum tíma. En áramótin fóru fram, allir skemmtu sér og nú er komið nýtt ár, ný tækifæri og megi þetta ár einkennast af hamingju og gleði fyrir okkur ÖLL,“ segir í færslunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×