Fótbolti

KR vann Fram í fyrsta leik Rúnars gegn gamla liðinu

Dagur Lárusson skrifar
Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumar
Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í sumar Vísir/Pawel

KR hafði betur gegn Fram í Reykjavíkurmótinu en þetta var fyrsti leikur Rúnars Kristinssonar gegn sínu gamla liði.

Rúnar var látinn fara frá KR eftir síðasta tímabil en stuttu eftir tímabilið var það staðfest að hann myndi taka við Fram.

Það var fyrrum KR-ingurinn Kennie Chopart sem kom Fram yfir á 5. mínútu leiksins en síðan var það það Luke Morgan Rae sem jafnaði leikinn á 34. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og voru komnir í 3-1 þegar 58. mínútur voru liðnar. Fyrst var það Aron Kristófer Lárusson sem skoraði á 48. mínútu og síðan tíu mínútum síðar skoraði Luke Morgan Rae sitt annað mark.

Magnús Þórðarson minnkaði muninn á 61. mínútu áður en Kristján Flóki Finnbogason skoraði síðasta mark leiksins á 75. mínútu. Lokatölur 4-2 í fyrsta leik Rúnars Kristinssonar gegn sínu gamla liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×