Innlent

Tóku spennu af há­spennu­streng til að verja orku­verið

Árni Sæberg skrifar
Páll Erland er forstjóri HS veitna.
Páll Erland er forstjóri HS veitna. Vísir

Páll Erland, forstjóri HS Veitna, segir í samtali við Vísi að helsta áhyggjuefnið, hvað varðar orkumál, séu rafmagnsinnviðir við Grindavíkurveg og inni í Grindavíkurbæ.

Eftir því sem hann kemst næst renni hraun ekki í átt að raforkuverinu HS Orku í Svartsengi.

Þá segir hann að rafmagnslaust hafi orðið í hluta bæjarins í nótt vegna jarðhræringanna. Eftir að hraun tók að flæða hafi verið ákveðið að taka spennu af háspennustreng sem liggur milli Svartsengis og Grindavíkur. Það hafi verið gert til þess að varna því að skammhlaup í strengnum af völdum hraunflæðis hefði áhrif á orkuverið. Ákvörðun þess efnis hafi verið tekin í samráði við almannavarnir.

Páll segir að HS Veitur, sem og aðrir, fylgist grannt með stöðu mála og neyðarstjórn fyrirtækisins hafi verið virkjuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×