Innlent

Flug­vél rann til á Kefla­víkur­flug­velli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugvélin var að lenda í Keflavík og kom frá London.
Flugvélin var að lenda í Keflavík og kom frá London. Vísir/Vilhelm

Flugvél EasyJet sem lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu frá London rann til á akbraut. 

Þetta staðfesti Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. 

Hann segir að atvikið komi ekki til með að hafa áhrif á starfsemi vallarins og málið er í höndum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ekki virðist sem neinn hafi slasast.

Farþegum var hjálpað frá borði og verið er að skoða vélina og gá hvort hún sé flugfær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×