Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í opinni dag­skrá

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Hraun frá gosi við Grindavík er komið inn í bæinn og standa tvö hús í ljósum logum. Víðir Reynisson, aðstoðarlögregluþjónn, segir verstu sviðsmyndina hafa raungerst en enn er möguleiki á að nýjar sprungur opnist inni í bænum.

Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinu streymi á Vísi og Bylgjunni kl. 18:30.

Í fréttatímanum segir Kristín Ólafsdóttir fréttamaður okkar frá stöðunni við Grindavík en hún hefur verið rétt fyrir utan bæinn í allan dag. Rætt verður við viðbragðsaðila og íbúa bæjarins, meðal annars eiganda hússins sem var fyrst hrauninu að bráð. Segir hann óraunverulegt að fylgjast með húsinu sínu alelda í beinni útsendingu. Einnig verður rætt við Grindvíking sem gisti í bænum síðustu nótt og þurfti að flýja bæinn í rýmingu.

Bjarki Sigurðsson verður í beinni útsendingu frá Almannavörnum þar sem rætt verður við lykilaðila um stöðuna og næstu skref. Upplýsingafundur Almannavarna verður svo í beinni útsendingu strax á eftir íþróttafréttum, þar sem handboltinn verður að sjálfsögðu fyrirferðarmestur.

Fréttir á Stöð 2, kl. 18:30 í beinni og opinni dagskrá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×