Innlent

Könnun meðal Grind­víkinga vegna stöðu hús­næðis­mála

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Grindavík var rýmd þann 10.nóvember vegna jarðhræringa og aftur þann 14. janúar, þegar eldgoss hófst í og í námunda við bæinn.
Grindavík var rýmd þann 10.nóvember vegna jarðhræringa og aftur þann 14. janúar, þegar eldgoss hófst í og í námunda við bæinn. Björn Steinbekk

Bæjarstjórn Grindavíkur biðlar til þeirra Grindvíkinga sem búsettir voru í Grindavík 10. nóvember 2023 að svara rafrænni könnun. Tilgangurinn með könnuninni er að afla nákvæmra upplýsinga um aðstæður íbúa til lengri og skemmri tíma og undirbyggja þannig ákvarðanatöku um húsnæðismál Grindvíkinga.

Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að einstaklega mikilvægt sé að svör berist frá öllum heimilum í Grindavík, óháð því hversu góð eða slæm húsnæðisstaða fólks sé í dag.

Markmiðið sé að einn forsvarsaðili svari fyrir hvert heimili, en öllum Grindvíkingum, 18 ára og eldri, er velkomið að svara spurningalistanum.

„Til að hafa trygga yfirsýn með hvaða heimili hafa svarað og hver þörf þeirra er mun skráning í könnunina fara fram með rafrænum skilríkjum,“ segir á vef Grindavíkurbæjar.

„Í lok könnunarinnar verður þátttakendum boðið að velja um hvort svör þeirra verði vistuð með persónugreinanlegum upplýsingum. Niðurstöður könnunarinnar verða þó alltaf gerðar ópersónugreinanlegar fyrir birtingu.“

Könnuninni er beint til einstaklinga sem búsettir voru í Grindavík þann 10. nóvember 2023.Vísir/Arnar

Aðgengi að gögnunum verður takmarkað við það starfsfólk stjórnarráðsins, Almannavarna, Rauða krossins og Grindavíkurbæjar sem hafa beina aðkomu að húsnæðismálum Grindvíkinga.

Hér er hægt að skrá sig inn í könnunina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×