Fótbolti

Gunnar tekur við kvenna­liði KR

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gunnar Einarsson er nýr aðalþjálfari kvennaliðs KR.
Gunnar Einarsson er nýr aðalþjálfari kvennaliðs KR. KR

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn sem þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu út tímabilið 2025.

Félagið greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni, en Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarna mánuði og þekkir því vel til hjá liðinu.

Gunnar lék í sjö ár með KR eftir stuttan atvinnumannaferil og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með félaginu (2000, 2002 og 2003). Þá varð hann einnig deildarbikarmeistari í tvígang með KR (2001 og 2005).

KR leikur í þriðju efstu deild Íslandsmótsins á næsta tímabili, en í gær bárust þau óvæntu tíðindi að Pálmi Rafn Pálmason myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins til að taka við stöðu aðstoðarþjálfara karlaliðsins.

Pálmi hafði áður gefið út að hann ætlaði sér að koma kvennaliðinu í fremstu röð og að hann ætti erfitt með að skilja við liðið á þeim stað sem það er í dag.

KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×