Körfubolti

Fjórða besta stigasöfnun í sögu NBA

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luka sáttur með sitt framlag.
Luka sáttur með sitt framlag. skjáskot / X

Luka Doncic skoraði 73 stig í 148-143 sigri Dallas Mavericks gegn Atlanta Hawks. Aðeins tveir leikmenn í sögunni hafa skorað meira í einum leik en Luka gerði í gær. 

Wilt Chamberlain á stigametið í einum leik, 100 stig, og Kobe Bryant er öðru sætinu með 81 stig. Chamberlain er svo sjálfur í þriðja sætinu með 78 stig en deilir fjórða sætinu, 73 stig, með David Thompson og nú Luka Doncic. 

Auk stiganna 73 greip Luka Doncic 10 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 

Doncic er tíundi NBA leikmaðurinn til þess að skora meira en 70 stig í einum leik, Joel Embiid var síðastur til, gegn San Antonio fyrr í vikunni. 

Fyrra met Doncic var 60 stig í einum leik, gegn NY Knicks þann 27. desember 2022. 

Devin Booker, einn helsti keppinautur Luka og Dallas Mavericks, skoraði 62 stig í 131-133 tapi gegn Indiana Pacers. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×