Innlent

Kynna opnun Grinda­víkur á morgun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Almannavarnir munu kynna skipulag vegna opnunar Grindavíkur á morgun.
Almannavarnir munu kynna skipulag vegna opnunar Grindavíkur á morgun. Vísir/Vilhelm

Upplýsingafundur Almannavarna verður haldinn á morgun í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tímasetning fundarins kemur í ljós á morgun. Skipulag almannavarna vegna opnunar Grindavíkur með takmörkunum kynnt.

„Eins og kunnugt er þá hefur í nokkurn tíma staðið yfir vinna við að opna Grindavík fyrir íbúa og fyrirtæki, með takmörkunum. Að lifa í þeirri óvissu sem íbúar Grindavíkur hafa gert síðustu daga, vikur og mánuði er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa,“ kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Þar kemur fram að áætlun sem Almannavarnir hafa unnið að sem varðar það að koma Grindvíkingum heim að huga að eignum sínum, athuga með skemmdir og sækja nauðsynjar.

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, mun stýra fundinum.

Fundurinn fer fram á íslensku en hann verður táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×