Fótbolti

Stýrði liði í þýsku Bundesligunni fyrst kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marie-Louise Eta, eini kvenþjálfarinn í sögu þýsku deildarinnar, er með hundrað prósent árangur.
Marie-Louise Eta, eini kvenþjálfarinn í sögu þýsku deildarinnar, er með hundrað prósent árangur. Getty/Maja Hitij

Konurnar halda áfram að breyta fótboltasögunni og Marie-Louise Eta tók sögulegt skref í þýska fótboltanum í gær.

Marie-Louise varð þá fyrsta konan til að stýra liði í þýsku Bundesligunni. Hún stýrði þá liði Union Berlin í 1-0 sigri á Darmstadt.

Nenad Bjelica er og verður þjálfari liðsins en hann tók út leikbann í leik helgarinnar.

Hann fékk bannið fyrir að slá til Bayern München leikmannsins Leroy Sane í leiknum á undan.

Eta er 32 ára gömul og varð aðstoðarþjálfari Berlínarliðsins í vetur. Hún hafði áður þjálfað yngri landslið Þýskalands.

Eta var sjálf leikmaður og vann Meistaradeildina með Turbine Potsdam árið 2010 og þýsku deildina þrisvar sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×