Íslenski boltinn

FH með stór­sigur í Þungavigtarbikarnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Steinar Þorsteinsson og félagar í ÍA mætast FH í úrslitum Þungavigtarbikarsins.
Steinar Þorsteinsson og félagar í ÍA mætast FH í úrslitum Þungavigtarbikarsins. vísir/hulda margrét

ÍA og FH mættust í úrslitaleik Þungavigtarbikarsins í fótbolta karla í dag en þetta var annað árið í röð sem FH vinnur þennan bikar.

Skagamenn jöfnuðu leikinn 1-1 með marki frá hinum 18 ára Baldri Helgasyni en FH svörðu með fjórum mörkum og unnu því að lokum 5-1 og lyftu bikarnum annað árið í röð.

Markaskorarar leiksins:

1-0 Arnór Smárason (víti)

1-1 Baldur Kári Helgason

1-2 Kjartan Kári Halldórsson

1-3 Logi Hrafn Róbertsson

1-4 Björn Daníel Sverrisson

1-5 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson

Skagamenn ganga þó ekki algjörlega ósáttir frá leiknum en alls söfnuðust 138.500 krónur til stuðnings Gunnars Smára.

Upplýsingar um markaskorara fengnar af fótbolti.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×