Innlent

Slökkt á loft­ræstingu og snjóbræðslukerfum á Kefla­víkur­flug­velli

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Farþegi á Keflavíkurflugvelli.
Farþegi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Búið er að slökkva á loftræstingu á Keflavíkurflugvelli til að halda hita á byggingunni. Allt flugvallarsvæðið verður brátt án alls heits vatns. 

Í tölvupósti sem barst starfsmönnum Isavia fyrir um klukkustund segir að ljóst sé að allt flugvallarsvæðið verði brátt án alls heits vatns. Þess vegna sé mjög mikilvægt að allir í „flugvallarsamfélaginu“ leggist á eitt.

Ekki sé nein varaleið til að kynda heitt vatn inn á hitaveitukerfin.

Umræddur tölvupóstur til starfsfólks Isavia

„Vegna þessa erfiðu aðstæðna biðjum við alla að leggjast á eitt með okkur að gera það sem hægt er að gera til að halda varma inni í flugstöðunni og byggingu á svæðinu. Passa eins og mögulegt er að loka gluggum eins og kostur er og loka hurðum og passa að þær standi ekki opnar,“ segir í tölvupóstinum.

Þá segir jafnframt að gripið hafi verið til eftirfarandi aðgerða í flugstöðinni:

  • Slökkt hefur verið á allri snjóbræðslu í og við flugstöðina. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að auka og tryggja hálkuvarnir í gönguleiðum.
  • Búið er að slökkva á loftræstingu í byggingunni til að köldu lofti sé ekki blásið inn í bygginguna.
  • Verið er að koma upp á völdum stöðum rafmagns hitablásurum til að halda lágmarkhita á farþegasvæðum og nánasta umhverfi þeirra.

Verið sé að grípa til allra hugsanlegra mótvægisaðgerða til að mæta þeim aðstæðum sem upp eru komnar. 


Tengdar fréttir

Heitavatnsleysi gæti varað í margar vikur ef ekki tekst að tengja varalögn

Varabirgðir af heitu vatni í tönkum á Fitjum klárast á næstu klukkustundum. Þá tekur við heitavatnsleysi í Reykjanesbæ, á Suðurnesjum og í Vogum. Unnið er hörðum höndum við að tengja varalögn, en ef hún fer einnig undir hraun gæti heitavatnsleysi varað í margar vikur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×