Innlent

Hægt að fá hita­gjafa að láni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hitagjafana er hægt að sækja í húsakynni Brunavarna Suðurnesja.
Hitagjafana er hægt að sækja í húsakynni Brunavarna Suðurnesja. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa.

„Íbúar sem hafa ekki getað náð í það í dag eða eru í erfiðleikum, geta komið þangað upp eftir til klukkan að verða tíu í kvöld og fengið að láni.

„Það er mannskapur þarna upp frá til allavega tíu og það er nóg að renna bara til þeirra og þá er hægt að fá svona græju í láni“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í samtali við fréttastofu.

Hitagjafarnir voru skaffaðir af almannavörnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×