Innlent

Segir breiðfylkinguna fara með rangt mál

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sigríður Margrét sagði viðræður góðar og að þau myndu halda áfram að tala saman þar til þau semja.
Sigríður Margrét sagði viðræður góðar og að þau myndu halda áfram að tala saman þar til þau semja. Vísir/Einar

Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rangt að þau hafi ekki viljað fallast á forsendur um að verðbólga yrði innan við sjö prósent og að vextir myndu lækka um 2,5 prósent á samningstímanum.

„Við höfum verið skýr með að það er eðlilegt að forsenduákvæði séu til staðar í langtímakjarasamningum og lögðum til endurskoðunarákvæði á árum tvö og þrjú,“ segir í tilkynningunni.

Í yfirlýsingunni frá breiðfylkingunni heldur hún því fram að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað tilboði þeirra um verðbólgu- og vaxtaforsendur og að samtökin hafi lagt fram drög án tölusettra markmiða.

Samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá SA segir Sigríður að þar ríki grundvallarmisskilningur á því á hverju steytir eða óreiða á framsetningu viðsemjenda hennar.

Sigríður segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram til efnahagslega skynsamleg forsenduákvæði. Til að mynda hafi þau lagt til sérstaka uppbóta taxta snemma á samningstímabilinu til að verja þann hóp sem er ekki á markaðslaunum.

Jafnframt hafi Samtök atvinnulífsins lagt til að hægt yrði að segja samningnum upp haustið 2026 ef mikil frávik yrðu frá væntingum. Til dæmis tekur hún tilfelli verðbólgu yfir sjö prósentum eða efra spábili þjóðhagsspánnar.

„Hér fer því ekki saman hljóð og mynd í málflutningi viðsemjenda okkar.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×