Innlent

Breiðfylkingin segir SA eiga næsta leik

Heimir Már Pétursson skrifar
Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til síns fyrsta fundar í dag frá því þau lýstu viðræður við SA árangurslausar á föstudag.
Forysta breiðfylkingarinnar koma saman til síns fyrsta fundar í dag frá því þau lýstu viðræður við SA árangurslausar á föstudag. Stöð 2/Arnar

Forystufólk breiðfylkingarinnar kom saman til fyrsta fundar innan eigin raða eftir að þau lýstu viðræðurnar við SA árangurslausar síðast liðinn föstudag. Þá lá fyrir samkomulag um launaliðinn og samningstíma til fjögurra ára

Viðræðurnar strönduðu aftur á móti á kröfum breiðfylkingarinnar um forsendur samninganna, það er að segja um áhrif þróunar verðbólgu og vaxta á samningana. Forysta SA segir forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans.

Sólveig Anna Jónsdóttir segir hugmyndir breiðfylkingarinnar um forsenduákvæði samninga snúast um varnir fyrir launafólk en ekki að binda hendur Seðlabankns.Stöð 2/Arnar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir þetta af og frá.

„Boltinn er auðvitað hjá Samtökum atvinnulífsins. Ég vona að fólk þar jarðtengist aðeins og sjái að okkar kröfur eru skynsamlegar og góðar og báðum samningsaðilum fyrir bestu,“ sagði Sólveig Anna að loknum fundi í dag.

„Þetta snýst um varnir fyrir launafólk en ekki það að binda Seðlabankann.“

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir breiðfylkinguna nú ráða ráðum sínum og kanna vilja baklandsins í hreyfingunni.Stöð 2/Arnar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir þetta og segir mikla samstöðu ríkja um áherslur innan breiðfylkingarinnar. Seðlabankinn vinni eftir forsendum hvers tíma og spyrji ekki stéttarfélögin þegar hann hafi ítrekað gagnrýnt þau.

„Við erum að meta okkar stöðu út frá mörgum vinklum. Það tekur tíma og það þarf að vanda til verka varðandi næstu skref. Hvort sem það verði við kjarasamningaborðið eða einhvers staðar annars staðar,“ segir Ragnar Þór.


Tengdar fréttir

Róðurinn að þyngjast í kjaraviðræðunum

Róðurinn er tekinn að þyngjast í viðræðum breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. Tekist er á um forsenduákvæði samninga til fjögurra ára og framlag stjórnvalda ræður miklu um hvort samningar takast.

Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar

Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins.

Breiðfylkingin slítur kjaraviðræðum

Breiðfylkingin hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Breiðfylkingin segir viðræður árangurslausar 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×