Innlent

Ragnar Þór fundar með sínu baklandi í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ragnar Þór segir enn fjölmiðlabann í gangi. Hann fundi með sínu baklandi í dag.
Ragnar Þór segir enn fjölmiðlabann í gangi. Hann fundi með sínu baklandi í dag. Vísir/Arnar

Breiðfylking ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda klukkan níu. Fram kom í fréttum í gær að náðst hefði samkomulag á fundi þeirra í gær um forsenduákvæði um þróun verðbólgu.

Á vef mbl.is kom fram að öll félögin innan breiðfylkingarinnar hafi skrifað undir samkomulag um forsenduákvæðið nema VR og LÍV.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR og stjórnarformaður LÍV. Í samtali við fréttastofu segir hann fjölmiðlabann enn í gildi og því geti hann ekki tjáð sig um þetta. Hann segir fund boðaðan klukkan níu í dag hjá breiðfylkingu og SA og að samninganefnd hans fundi svo í hádeginu.

„Ég ætla ekki að tjá mig um þetta á þessu stigi. Við erum að funda í samninganefndinni í dag,“ segir Ragnar Þór og að hann fundi með sínu baklandi í dag.


Tengdar fréttir

Enn fundað í Karp­húsinu um for­sendu­á­kvæðið

Breiðfylking stéttarfélaga innan ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda hjá ríkissáttasemjara. Fundur hófst klukkan níu í morgun og stendur enn að sögn Elísabetar Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjara. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×