Innlent

Fengu ekki að koma hjálpar­gögnum inn á norður­hluta Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir börn deyja af völdum vannæringar í norðurhluta Gasa. 
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir börn deyja af völdum vannæringar í norðurhluta Gasa.  AP Photo/Fatima Shbair

Alþjóðamatvælastofnunin segir að Ísraelsher hafi komið í veg fyrir að hægt yrði að senda hjálpargögn inn á norðurhluta Gasa svæðisins.

Þetta var fyrsta tilraun stofnunarinnar til að koma matvælum inn á þann hluta Gasa í tvær vikur og var um að ræða fjórtán vörubíla en stofnunin hætti slíkum sendingum tímabundið af öryggisástæðum. 

Bílalestinni var hinsvegar snúið við á varðstöð og síðar, þegar hún var á leið til baka var ráðist að bílunum af örvæntingarfullum íbúum annarsstaðar á Gasa og þeir tæmdir.

Stofnunin, sem rekin er af Sameinuðu þjóðunum segir að eftir þriggja tíma bið á varðstöðinni við Wazi Gasa hafi hermenn neitað þeim um inngöngu inn í norðurhlutann, en þar er ástandið sagt afar slæmt og hafa börn látið lífið þar sökum vannæringar síðustu daga, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.


Tengdar fréttir

„Of margir Palestínumenn dóu í dag“

Talið er að minnsta kosti 112 hafi dáið og hundruð hafi slasast og eða særst á Gasaströndinni síðustu nótt þegar verið var að flytja matvæli og neyðarbirgðir á svæðið. Palestínumenn segja ísraelska hermenn hafa skotið á þvögu fólks sem stöðvaði vörubílanna með birgðirnar.

Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund

Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×