Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. 

Við hittum Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, nýjasta forsetaframbjóðandann, í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og ræðum við þingmenn í beinni útsendingu um þá óvissu sem ríkir á meðan beðið er eftir ákvörðun forsætisráðherra.

Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion telur að fjármálahrunið hafi enn áhrif.

Við kynnum okkur einnig hönnun á nýju Hlemmtorgi, þar sem Rauðarárlæknum og sögunni um þvottakonurnar verður gert hátt undir höfði. Strætó víkur af svæðinu þegar framkvæmdir hefjast í sumar.

Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélategund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. Við verðum einnig í beinni frá styrktartónleikum Krafts í Lindarkirkju, þar sem einvalalið tónlistarmanna stígur á stokk.

Í Sportpakkanum heyrum við í fótboltamanninum Hallgrími Mar, sem á erfiða daga að baki, og í Íslandi í dag hittir Vala Matt fatahönnuðinn Gumma Jör, sem er snúinn aftur í bransann eftir gjaldþrot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×