Skoðun

Euro­vision og pólitík: Hug­leiðingar um sér­tæk mót­mæli

Valerio Gargiulo skrifar

Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk.

En þó að margir hækki rödd sína gegn þátttöku Heru Bjarkar í söngvakeppninni er rétt að efast um samræmi mótmælanna. Þegar Ísland lék gegn ísraelska landsliðinu í umspilinu um að komast á EM í knattspyrnu mótmælti ekki einn einasti Íslendingur þátttöku landsliðsins. Engin reiði, engar háværar raddir heyrðust þegar leikurinn á milli Íslands og Ísraels fór fram.

Samt er fótbolti jafn elskað og eftirsótt fyrirbæri og Eurovision, ef ekki meira. Í þessu tilviki hefði brotthvarf íslenska landsliðsins í fótbolta örugglega fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun um allan heim.

Svo hvað gerir Eurovision svo sérstakt að það verðskuldi fjöldamótmæli meðal Íslendinga og undirskriftasöfnun á netinu en ekki leikurinn á milli Íslands og Ísraels í fótbolta sem dæmi?

Valkostur mótmælanna vekur upp spurningar um samræmi þeirra og heilindi. Það er mikilvægt að spyrja hvort mótmælin gegn Eurovision séu knúin áfram af raunverulegri umhyggju fyrir friði í Palestínu eða hvort þau séu undir áhrifum frá öðrum þáttum, svo sem lönguninni til að taka þátt í stefnu sem er óskipulega ráðist af samfélagsmiðlum. Að lokum ætti „Eurovision hvorki vera djöflaður né ofmetinn sem tæki til pólitískra mótmæla. Þetta er bara einn af þeim menningarviðburðum sem, eins og fótbolti og margir aðrir, geta orðið tilefni gagnrýni og umræðu. Það sem skiptir máli er að viðhalda yfirveguðu sjónarhorni og samræmi í aðgerðum okkar og mótmælum, viðurkenna að hver staða er einstök og krefst ígrundaðrar og samhengislegrar nálgunar. Í heimi þar sem spenna, ofbeldi og átök virðast vera daglegt brauð, lendum við oft í því að velta fyrir okkur hver óvinur okkar sé í raun og veru og hver sé besta leiðin til að mótmæla friði.

Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Biskupsval

Sigfinnur Þorleifsson,Vigfús Bjarni Albertsson skrifar

Sjá meira


×