Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.

Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram til embættis forseta Íslands í dag. Framboð Katrínar er sögulegt, aldrei áður hefur sitjandi forsætisráðherra boðið sig fram. Við förum yfir atburðarás dagsins í kvöldfréttum, ræðum við Guðmund Inga Guðbrandsson nýjan formann Vinstri grænna og Heimir Már kryfur þá fordæmalausu stöðu sem komin er upp í pólitíkinni.

Tveir yfirmenn í ísraelska hernum voru reknir í dag og þrír til viðbótar ávíttir eftir rannsókn á mannskæðri loftárás á starfsmenn hjálparsamtakanna World Central Kitchen fyrr í vikunni. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og að starfsreglur hersins hafi verið brotnar.

Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka.

Þá sýnum við frá samstöðufundi á Austurvelli, þar sem kallað var eftir því að stjórnvöld bregðist strax við ófremdarástandi í málefnum fólks með fíknisjúkdóma. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar tók á móti kassa fullum af bréfum frá fólki sem misst hefur nákomna úr fíknisjúkdómum eða glímir við slíka sjúkdóma sjálft. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×