Innlent

Kjarnorkuknúinn kaf­bátur í stuttri heim­sókn

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin í janúar og er af bandaríska kafbátnum USS California úti fyrir ströndum Íslands í janúar.
Myndin er tekin í janúar og er af bandaríska kafbátnum USS California úti fyrir ströndum Íslands í janúar. Mynd/Landhelgisgæslan

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS New Hampshire, er í stuttri þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag. Varðskipið Þór fylgir kafbátnum um landhelgina og í Stakksfjörð, þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn.

Þetta er í fjórða sinn sem kjarnorkuknúinn kafbátur bandaríska sjóhersins kemur í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi eða frá því að utanríkisráðherra tilkynnti 18. apríl á síðasta ári að slíkum kafbátum yrði heimilað að hafa stutta viðkomu úti fyrir ströndum Íslands til að taka kost og skipta út hluta áhafnar.

Í tilkynningu á Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að Landhelgisgæsla Íslands leiðii framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið.

Þar kemur einnig fram að USS New Hampshire er orrustukafbátur af Virginia-gerð og að slíkir kafbátar beri ekki kjarnavopn.

Meðfylgjandi mynd er í eigu Landhelgisgæslunnar og er af bandaríska kafbátnum USS California úti fyrir ströndum Íslands í janúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×