Fótbolti

Tók vítaspyrnuna sjálfur en skaut í markrammann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hilmir Rafn Mikaelsson (t.v.) og Brynjólfur Darri eru liðsfélagar hjá Kristiansund.
Hilmir Rafn Mikaelsson (t.v.) og Brynjólfur Darri eru liðsfélagar hjá Kristiansund. Kristiansund

Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í dag. Brynjólfur Darri Willumsson fiskaði vítaspyrnu og tók hana sjálfur en skaut í stöngina. Aðrir voru öllu rólegri. 

Kristiansund vann 1-0 á heimavelli gegn Tromsö. Brynjólfur Darri Willumsson og Hilmir Rafn Mikaelsson voru báðir í byrjunarliði Kristiansund. Brynjólfur vann vítaspyrnu á 56. mínútu og steig sjálfur á punktinn en skot hans fór í stöngina og út.

Kristiansund hefur byrjað mótið ágætlega og er með 7 stig eftir 4 leiki í 6. sæti deildarinnar.

Patrik Snær Gunnarsson varði mark Viking gegn Fredrikstad. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Júlíus Magnússon lék allan leikinn á miðjunni hjá Fredrikstad.

Liðin eru jöfn að stigum í 11. og 12. sæti deildarinnar, tvö jafntefli, eitt tap og einn sigur í fyrstu fjórum leikjunum.

Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, Haugesund, máttu þola 1-3 tap á heimavelli gegn Rosenborg. Anton Logi Lúðvíksson lék allan leikinn á miðjunni hjá Haugesund. Hlynur Freyr Karlsson kom ekki við sögu.

Haugesund hefur tapað tveimur af fjórum leikjum en unnið hina tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×