Körfubolti

Kawhi-lausir Clippers í engum vand­ræðum með Mavericks

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gengi LA Clippers hefur verið upp og ofan í vetur en þeir sýndu sterka frammistöðu í fyrsta leik úrslitakeppninnar.
Gengi LA Clippers hefur verið upp og ofan í vetur en þeir sýndu sterka frammistöðu í fyrsta leik úrslitakeppninnar. vísir/Getty

Los Angeles Clippers unnu öruggan sigur, 109-97, gegn Dallas Mavericks í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA. 

LA Clippers voru án eins síns besta manns. Kawhi Leonard hefur ekki spilað síðan 31. mars útaf bólgum í hné eftir aðgerð. Hann hefur æft einn að undanförnu og vonir eru bundnar við endurkomu hans en ólíklegt þykir að hann nái næsta leik. 

LA Clippers fóru vel af stað í leik kvöldsins og leiddu með tólf stigum, 34-22, eftir fyrsta leikhluta. Þeir stigu fæti svo enn fastar á bensíngjöfina og leiddu leikinn 56-30 þegar flautað var til hálfleiks. 

Mavericks liðið bætti aðeins úr sínum málum í seinni hálfleik en munurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill að lokum, 109-97. 

Luka Doncic (33 stig-6 stoð.-13 frák.) og Kyrie Irving (31-4-7) leiddu sóknarleik Mavericks. Báðir með meira en þrjátíu stig, næsti fyrir neðan var með 11 stig. 

Það var jafnari dreifing milli manna í Clippers, en þeir spiluðu reyndar ekki á nema 8 mönnum. James Harden endaði stigahæstur með 28 stig. Miðherjinn Ivica Zubac var illviðráðanlegur í teignum og greip 15 fráköst.

Liðin mætast næst á miðvikudag. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×