Íslenski boltinn

Helena skiptir um lið í fyrstu um­ferð

Sindri Sverrisson skrifar
Helena Ósk Hálfdánardóttir gekk í raðir Vals í vetur en er farin að láni til FH.
Helena Ósk Hálfdánardóttir gekk í raðir Vals í vetur en er farin að láni til FH. Valur

Helena Ósk Hálfdánardóttir er komin með félagaskipti til FH fyrir leik liðsins við Tindastól í dag, í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta.

Helena snýr þar með aftur heim til FH en hún kemur að láni frá Íslandsmeisturum Vals, eftir að hafa farið til Vals frá Breiðabliki í vetur. Hún er uppalin hjá FH en fór frá félaginu til Fylki fyrir tímabilið 2021.

Hún var á varamannabekk Vals í 3-1 sigrinum gegn Þór/KA í Bestu deildinni í gær en kom ekkert við sögu í leiknum.

Helena varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné fyrir síðustu leiktíð og spilaði því ekkert á árinu 2023, en hún hefur spilað með Val í Lengjubikarnum í vor og í Meistarakeppni KSÍ á dögunum, þar sem hún lék þó aðeins fyrri hálfleik.

FH byrjar tímabilið í Bestu deildinni á að mæta Tindastóli á Sauðárkróki í dag, klukkan 17, og má Helena spila þann leik. FH spilar svo sinn fyrsta heimaleik næsta laugardag þegar liðið tekur á móti Þór/KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×