Enski boltinn

Fyllir Slot upp í tóma­rúmið sem Klopp skilur eftir sig?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arne Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku bikarkeppninni á dögunum.
Arne Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku bikarkeppninni á dögunum. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Arne Slot, þjálfari Feyenoord í Hollandi, er sagður vera efstur á óskalista Liverpool þegar kemur að arftaka Jürgen Klopp.

The Athletic er meðal fjölmiðla sem greina frá þessu en Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool í sumar. Hann tók við félaginu 2015 en ætlar sér ekki að ná áratug við stjórnvölin á Anfield og stígur til liðar þegar tímabilinu lýkur.

Fjölmargir hafa verið orðaðir við starfið en nú virðist sem hinn 45 ára gamli Slot sé líklegastur til að taka við. Samkvæmt The Athletic hrífast forráðamenn Liverpool að sóknarþenkjandi fótbolta hans sem og að hann er duglegur að nýta unglingastarfið.

Slot hefur starfað fyrir Feyenoord frá 2021 en var þar áður hjá AZ Alkmaar. Hann var orðaður við Tottenham Hotspur í fyrra en ákvað á endanum að halda kyrru fyrir. Nú virðist sem hann sé á leið til Englands eftir allt saman.


Tengdar fréttir

Telja Slot hafa verið að nota Tottenham

Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár.

Spurs fyllir í Slot(t)ið

Margt bendir til þess að Arne Slot, knattspyrnustjóri Hollandsmeistara Feyenoord, taki við Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×