Innlent

Tíu sektaðir vegna notkunar nagla­dekkja

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Tíu manns voru sektaðir í höfuðborginni á bilinu fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun vegna óheimilrar notkunar nagladekkja. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en samkvæmt reglum er óheimilt að aka á nagladekkjum eftir 15. apríl.

Þá kemur fram að tilkynnt hafi verið um líkamsárás við verslun í miðbænum. 

Á lögreglustöð 1, sem vaktar Seltjarnarnes, miðbæ, vesturbæ og austurmenn voru tveir ökumenn handteknir, annar grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hinn um ölvun við akstur. Báðir voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku.

Á lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ var ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað á skráningarmerkjum og skjalafals. Annar ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur, en sá var laus að lokinni sýnatöku.

Á sama svæði var einstaklingur handtekinn við veitingahús vegna líkamsárásar. Þá neitaði hann að gefa upp hver hann væri. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu vegna málsins.

Verkefni lögreglustöðvar 3 fólust í að handtaka einstakling sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við nánari skoðun reyndist bifreiðin stolin. Ökumaður og tveir farþegar voru vistaðir í fangageymslu vegna málsins.

Loks var tilkynnt um einstakling í Kópavogi að reyna að komast inn í bifreiðar, en sá fannst ekki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×