Innlent

Forsetaslagurinn, leit að eig­anda fjár­muna og rjómablíða

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. vísir

Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu.

Foreldrar Hersh, sem er þekktur ísraelskur gísl í haldi Hamas samtakanna, segja stjórnvöld verða að komast að samkomulagi um lausn gísla. Í gær birtist myndband af Hersh á Telegram síðu Hamas þar sem hann sagðist nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur.

Skiptastjóri veit ekki hvað skal gera með fjármuni sem fundust í búi Apótekarafélagsins þar sem engin gögn eru til. Geri enginn tilkall til fjármunanna mun skiptastjórinn þurfa sjálfur að velja góðgerðafélag sem fær peningana.

Við förum til Parísar þar sem spaðar úr sögufrægu Rauðu myllunni hrundu til jarðar í nótt, sjáum frá þjóðbúningamessu og kíkjum á stemninguna í miðbæ Reykjavíkur þar sem rjómablíða var á þessum fyrsta degi sumars.

Klippa: Kvöldfréttir 25. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×