Innlent

Kjörinn heiðurs­með­limur í banda­rísku lista- og vísinda­akademíuna

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sigurður Reynir Gíslason er jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands
Sigurður Reynir Gíslason er jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands Kristinn Ingvarsson

Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við jarðvísindastofnun háskólans, hefur verið kjörinn heiðursmeðlimur í bandarísku lista- og vísindaakademíunni (American Academy of Arts and Sciences) fyrir störf sín á sviði jarðvísinda.

Akademían er samfélag sem leiðir saman vísindamenn og sérfræðinga úr ólíkum vísinda- lista- og starfsgreinum til að takast á við áskoranir sem snerta samfélög um allan heim. Hún heiðrar jafnframt framúrskarandi vísindamenn, listamenn og leiðtoga. Akademían var sett á laggirnar árið 1780. 

Sigurður Reynir er í góðum félagsskap í akademíunni, en meðal þeirra sem teknir hafa verið inn um árin eru Charles Darwin, Albert Einstein, Nelson Mandela, og Wislawa Szymborska til að taka nokkur dæmi. Benjamin Franklin, George Washington, John F. Kennedy, Martin Luther King Jr hafa einnig verið kjörnir í akademíuna.

Sigurður Reynir og rannsóknarhópur hans hafa lagt sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur. Eftir hann og samstarfsfólk liggja yfir 150 vísindagreinar í alþjóðlegum tímaritum auk bóka sem tengjast jarðvísindum. Þá er Sigurður þekktastur fyrir forystuhlutverk sitt innan CarbFix-verkefnisins en hann gegndi formennsku í vísindaráði þess árin 2006 - 2020. Verkefnið snýst um að binda koltvíoxíð í basaltjarðlögum og hefur árangur þess vakið heimsathygli og hlotið ýmsar viðurkenningar.

Á vefsíðu Sigurðar má finna frekari upplýsingar um störf hans og verkefni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×