Innlent

Um­deildu frum­varpi um lagareldi breytt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra sem hefur nú fallist á að breyta umdeildu ákvæði í nýju frumvarpi um lagareldi sem hlotið hefur mikla gagnrýni síðustu daga.

Bjarkey segist vonast til þess að sátt geti nú skapast um frumvarpið í heild sinni. 

Einnig heyrum við í Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi sem segir ekkert dramatískt að frétta af eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. 

Að auki fjöllum við um niðurstöður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Einn úr hópnum segir að sólarorka muni gegna  lykilhlutverki í orkuskiptum landsins. 

Í íþróttapakkanum verður hitað upp fyrir leik í Subway deild karla sem fram fer í kvöld. Einnig verður leikur Vals og Fram gerður upp en honum lyktaði með jafntefli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×