Lífið

Minningar um líf sem er að hverfa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri ásamt Jóni föður sínum og Indriða frænda sínum sem tók í nefið.
Guðmundur Jónsson bóndi og hreppstjóri ásamt Jóni föður sínum og Indriða frænda sínum sem tók í nefið. RAX

Á Ströndum var blómlegur búskapur en nú er fátt fólk sem býr þar allt árið um kring. Bændur á svæðinu höfðu tekjur af æðadúni og rekaviði sem barst að miklu leyti frá Síberíu en í dag berst aðeins brot af því sem gerði áður.

Samgöngur voru líka erfiðar á Ströndum en sumir bæir voru ekki í vegsambandi stóran hluta ársins og til bæja eins og Dranga var aðeins hægt að komast siglandi á báti eða gangandi yfir fjöllin.

„Þarna þurfti að keyra krakkana á snjósleða í skólann“

Veturinn var oft harður á Ströndum.RAX

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heimsótti Guðmund Jónsson bónda og síðasta hreppstjórann í Árneshreppi á Ströndum, sem sagði honum sögur af lífinu á Ströndum.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.

RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×