Körfubolti

Bara þrjú af tíu lík­legustu NBA-liðunum komust í aðra um­ferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo áttu að gera Milwaukee Bucks að óstöðvandi liði en meiddust báðir á úrslitastundu og Bucks datt úr á móti Indiana Pacers.
Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo áttu að gera Milwaukee Bucks að óstöðvandi liði en meiddust báðir á úrslitastundu og Bucks datt úr á móti Indiana Pacers. Getty/Stacy Revere

NBA deildin í körfubolta hefur komið mörgum á óvart á þessu tímabili og það sést á því hvaða lið eru enn á lífi eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Fyrir tímabilið röðuðu veðbankar upp þeim tíu liðum sem voru líklegust til að vinna NBA meistaratitilinn í ár. Efst á blaði var lið Milwaukee Bucks sem datt út í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.

Bucks var alls ekki eina líklega liðið sem komst ekki í aðra umferð.

Í raun eru það aðeins þrjú af þessum tíu sem standa eftir en það eru Boston Celtics, Denver Nuggets og Dallas Mavericks. Boston hefur verið besta liðið í deildinni í vetur og Denver er ríkjandi meistari. Dallas sló síðan loksins úr Los Angeles Clippers eftir að hafa dottið oft út á móti því liði á síðustu árum.

Phoenix Suns, Los Angeles Lakers, Philadelphia 76ers og Los Angeles Clippers duttu líka út í fyrstu umferðinni eins og Bucks en bæði Golden State Warriors og Memphis Grizzlies komust ekki í úrslitakeppnina.

Í kvöld kemur í ljós hvað verður síðasta liðið til að komast í aðra umferð en Cleveland Cavaliers og Orlando Magic mætast í dag í oddaleik um laus sæti í undanúrslitaeinvígi á móti Boston. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst klukkan 17.00.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×