Erlent

Auka­störf með­fram þing­mennsku skapi hættu á hags­muna­á­rekstrum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjöldi þingmanna hefur tekjur af öðru en þingstörfunum.
Fjöldi þingmanna hefur tekjur af öðru en þingstörfunum.

Um það bil 70 prósent 705 þingmanna Evrópuþingmenns sinna öðrum störfum meðfram þingstörfunum og í um 26 prósent tilvika fá þeir greitt fyrir aukastarfið.

Þingmennskan gefur 120 þúsund evrur í hönd á ársgrundvelli en sex þingmenn fá meira greitt fyrir hitt starfið sitt. Tekjuhæsti þingmaðurinn fékk greiddar um það bil þrjár milljónir evra vegna fasteignatengdra viðskipta og annar tvöfaldaði laun sín sem lögmaður hjá fyrirtæki.

Fjöldi þingmanna situr í stjórnum fyrirtækja og hafa tekjur af því að flytja erindi og fyrirlestra.

Það voru samtökin Transparency International EU sem tóku upplýsingarnar saman en samtökin segja aukastörfin skapa hættu á hagsmunaárekstrum. 

Samkvæmt gögnunum tilheyrðu níu af 20 tekjuhæstu þingmönnunum Evrópska þjóðarflokknum, sex þjóðernisflokkum, tveir sósíalistaflokkum, tveir frjálshyggjuflokkum og þá var einn sjálfstæður.

Efstur á listanum var litháíski þingmaðurinn Viktor Uspaskich, sem var látinn fjúka úr Evrópuflokknum Renew árið 2021 eftir að hann kallaði hinsegin og trans fólk „perverta“.

Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×