Sport

Mjölnis­fólk fylgist með bak­garðs­hlaupurum: „Ó­trú­legir í­þrótta­menn“

Aron Guðmundsson skrifar
048A6208 (2)
Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Bak­garðs­hlaupið fer fram í Öskju­hlíðinni þessa dagana og nú eru að­eins tveir hlauparar enn hlaupandi. Þær Mari Jaersk og Elísa Kristins­dóttir. Bæki­stöðvar hlaupsins, rás- og enda­markið sem og aðstaða fyrir hlauparana, er hjá Mjölni og þar hafa Haraldur Dean Nel­son og hans fólk dáðst að hlaupurunum.

Það er gott að eiga góða að og það á svo sannar­lega við um að­stand­endur Bak­garðs­hlaups náttúru­hlaupa sem hafa notið mikillar vel­vildar hjá for­ráða­mönnum Mjölnis sem hafa, líkt og aðrir sem hafa fylgst með Bak­garðs­hlaupinu undan­farna daga, hrifist með.

Klippa: „Ótrúlegir íþróttamenn“

„Þetta er alveg geggjaður hópur og rosa­lega gaman fyrir okkur að taka þátt í þessu,“ segir Haraldur. „Þetta er nú komið á þriðja ár sem þau eru hérna hjá okkur. Þau eru alltaf vel­komin hingað til okkar og við að­lögum okkar starf bara að þessu. Hliðrum að­eins til fyrir þau. 

Þetta eru svo ó­trú­legir í­þrótta­menn. Að horfa á þessi af­rek. Þessa hlaupara sem eru að ná að hlaupa yfir 350 kíló­metra. Þetta er ó­mann­legt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×