Körfubolti

Kosinn ný­liði ársins með fullu húsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Victor Wembanyama átti eftirminnilegt nýliðatímabil í NBA.
Victor Wembanyama átti eftirminnilegt nýliðatímabil í NBA. getty/Justin Ford

Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama hjá San Antonio Spurs var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni með fullu húsi stiga.

Allir 99 sem kusu settu Wembanyama í efsta sæti. Í 2. sæti í kjörinu var Chet Holmgren, leikmaður Oklahoma City Thunder, og Brandon Miller hjá Brandon Miller í því þriðja.

Wembanyama er sá sjötti sem er kosinn nýliði ársins með fullu húsi stiga. Hinir eru Ralph Sampson (1984), David Robinson (1990), Blake Griffin (2011), Damian Lillard (2013) og Karl-Anthony Towns (2016).

Miklar væntingar voru gerðar til Wembanyamas sem San Antonio valdi með fyrsta valrétti í nýliðavalinu í fyrra. Og óhætt er að hann hafi staðist þær.

Í 71 leik í vetur var Wembanyama með 21,4 stig, 10,6 fráköst, 3,9 stoðsendingar, 3,6 varin skot og 1,2 stolna bolta að meðaltali. Hann varði flest skot allra í deildinni og er fyrsti nýliðinn sem afrekar það síðan Manute Bol tímabilið 1985-86.

Auk þess að vera valinn nýliði ársins er Wembanyama tilnefndur sem varnarmaður ársins ásamt Rudy Gobert (Minnesota Timberwolves) og Bam Adebayo (Miami Heat).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×