Íslenski boltinn

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnar fór beint í símann. Adam Ægir var eðlilega svekktur.
Arnar fór beint í símann. Adam Ægir var eðlilega svekktur. Stöð 2 Sport

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Myndavélar voru í búningsherbergjum beggja liða og með samþykki liðanna. Það gaf áhorfendum einstaka innsýn í líf þjálfarans og leikmannsins. 

Adam Ægir fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt snemma í síðari hálfleiknum fyrir að bauna á þjálfarateymi Breiðabliks. Arnar var afar ósáttur við dóminn og jós úr skálum reiði sinnar. Hann fékk að launum beint rautt spjald.

Báðir fóru þeir því af velli og til búningsherbergis þar sem þeim var ekki heimilt að taka frekari þátt í leiknum. Sýnt var frá því þegar þeir mættu í klefann í uppgjörsþætti Bestu-deildarinnar, Stúkunni, í gær.

Myndbrotið má sjá að neðan.

Klippa: Adam og Arnar snemma í klefann

Tengdar fréttir

„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×