Lífið

Grease-stjarnan Susan Buckner látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Buckner í Grease-partýi árið 2006.
Buckner í Grease-partýi árið 2006. Getty

Leikkonan Susan Buckner, sem er þekktust fyrir að hafa leikið vinkonuna Patty Simcox í söngleikjamyndinni Grease er látin, 72 ára að aldri. 

Frá þessu er greint á vef Tmz, þar sem fram kemur að Buckner hafi látist þann 2. maí í faðmi ástvina. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Auk þess að hafa leikið Patty, snyrtilegu vinkonu Sandy í Pink-ladies vinahópnum í kvikmyndinni Grease lék Buckner í myndunum The Love Boat, Starsky and Hutch og The Amazing Howerd Hughes.

Buckner kemur meðal annars fram í atriðinu þegar lagið Summer Lovin er sungið. Persóna hennar situr við hlið Sandy, sem leikin er af Oliviu Newton John, er í ljósblárri skyrtu með stór gleraugu. Atriðið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Minnast Oliviu Newton-John: „Þinn Danny, þinn John“

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John hefur kvatt þennan heim og minnast vinir og samstarfsmenn hennar með fögrum orðum. Hún var 73 ára að aldri er hún lést eftir þrjátíu ára baráttu við brjóstakrabbamein.

Olivia Newton-John er látin

Söng- og leikkonan Olivia Newton-John er látin, 73 ára að aldri. John Easterling, eiginmaður hennar, segir hana hafi látist friðsamlega í morgun umkringd vinum og fjölskyldu. Hún hafði barist við brjóstakrabbamein síðustu þrjátíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×