Innlent

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Eldur kviknaði í Höfðahverfi síðdegis. Búið er að ráða niðurlögum eldsins
Eldur kviknaði í Höfðahverfi síðdegis. Búið er að ráða niðurlögum eldsins vísir/arnar

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Slökkviliðið telur að búið sé að ráða niðurlögum eldsins. Það hafi gengið mjög snarlega án þess að eldurinn hafi náð að dreifa sér eða læsa sig í „einhverja byggingu þarna“ segir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Allt tiltækt slökkvilið sé enn á staðnum og engin slys hafi orðið á fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×