Ísland í dag - „Ég hefði alveg verið til í að særa ekki svona margt fólk sem mér þykir vænt um“

"Fólk getur fyrirgefið manni fyrir að vera fífl og fáviti en það fyrirgefur manni ekki að vera glæpamaður" segir Einar Ágúst Víðisson sem hefur átt litríkan feril sem tónlistarmaður allt frá árinu 1997 þegar hann gekk fyrst til liðs við hljómsveitina Skítamóral en sú sveit átti þá fljótlega eftir að verða ein vinsælasta hljómsveit landsins. Einar komst á þessum árum iðulega í sviðsljósið fyrir líflega framkomu sína hnyttin tilsvör. En þetta voru ekki alltaf jákvæðar fréttir því í september árið 2004 greindu fjölmiðlar frá því að Einar hefði verið handtekinn í einu stærsta fíkniefnamáli landsins á þeim tíma. Við heyrum sögu Einars Ágústs í Íslandi í dag.

7140
12:09

Vinsælt í flokknum Ísland í dag