Ísland í dag - Flottustu fjölnota andlitsgrímur landsins!

Nú þarf að vera með andlitsgrímur víða. Grímur eru því að verða hluti að okkar útliti og klæðnaði. Og ýmsar þriggja laga grímur geta verið bæði töff og einnig skemmtilegar. Vala Matt fór í leiðangur fyrir Ísland í dag og skoðaði bæði hversdags andlitsgrímur og sparigrímur. Vala heimsótti tískudrottninguna og áhrifavaldinn Evu Dögg Sigurgeirsdóttur sem er með tiska.is og fékk að sjá hvað hún var búin að finna af flottum andlitsgrímum og þar var margt spennandi að sjá. Og svo kom í ljós að hægt er að prenta ýmislegt á andlitsgrímur, meðal annars munnsvip af viðkomandi eða texta eða hvað sem er. Myndlistamaðurinn Daði Guðbjörnsson sýnir okkur hvernig hann lét prenta andlitið á sér á grímu. Það var ýmislegt óvænt og skemmtilegt sem kom í ljós í þessum grímuleiðangri.

6074
12:55

Vinsælt í flokknum Ísland í dag