Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Jón Baldvin ekki á lista hjá Íslandshreyfingunni

Jón Baldvin Hannibalsson verður ekki á framboðslista hjá Íslandshreyfingunni í kosningunum í vor. Þetta staðhæfði Ómar Ragnarsson formaður flokksins í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Boðar nýja löggjöf um greiðsluaðlögun

Félagsmálaráðherra hefur boðað nýja löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika fólks og hefur skipað nefnd til undirbúa frumvarp. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar segir sérkennilegt að boða til nýrrar löggjafar nú rétt fyrir kosningar, þar sem frumvarp sama efnis hefur legið fyrir á Alþingi í 10 ár og aldrei komist í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Kjósendur neikvæðastir út í formann Samfylkingar

Kjósendur annarra flokka en Samfylkingarinnar eru neikvæðastir út í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur af leiðtogum stjórnmálaflokkanna og eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins sérstaklega neikvæðir út í hana. Stuðningsmenn flokkanna eru hins vegar flestir jákvæðir til Geirs H. Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar samstarfi við flokka sem vilja ekki stóriðju

Formaður Framsóknarflokksins segist hafna samstarfi við flokka sem vilja stoppa stóriðju og virðist þar með nánast hafna samstarfi við alla aðra en sjálfstæðismenn. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða frekara samstarf. Þetta kemur fram í nýjum þætti, sem hefst í kvöld, strax á eftir Íslandi í dag. Alla næstu daga rifjum við upp úr stjórnmálasögu formanna stjórnmálaflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin vill huga að sprotafyrirtækjum

Á blaðamannafundi í dag kynnti Samfylkingin nýja stefnumótun í atvinnumálum. Þær unnu til verðlauna á nýafstöðnu Sprotaþingi Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka iðnaðarins sem haldið var á föstudag. Þar greiddu fundarmenn atkvæði um tillögur stjórnmálaflokkanna og urðu tillögur Samfylkingarinnar í þremur efstu sætunum.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík

Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum

Innlent
Fréttamynd

Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga

Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið heldur áfram

Þriðja umræða um Ríkisúvarpið ohf. hófst aftur nú laust fyrir hádegi eftir töluverðar deilur um tilhögun þinghalds á næstunni. Umræðan um frumvarpið hófst í gær og stóð til miðnættis og laust fyrir hádegi voru níu þingmenn á mælendaskrá varðandi frumvarpið.

Innlent
Fréttamynd

Ríksráðsfundur á Bessastöðum

Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 10.30 en hefð er fyrir því að forseti og ráðherrar hittist á þessum formlega fundi að morgni gamlársdags. Á fundinum eru bornar undir forseta til staðfestingar, eða öllu heldur endurstaðfestingar, ákvarðanir sem teknar hafa verið af ráðherrum eða Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkur samþykkir framboðslista í Reykjavíkurkjördæmum

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og norður voru samþykktir á fundi í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í dag. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, verður í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, verður í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík norður í alþingiskosningunum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 300 milljóna króna afgangi hjá Akureyrarbæ

Akueyrarbær gerir ráð fyrir tæplega 300 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta á samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Síðari umræða um fjárhagsáætluna verður á bæjarstjórnarfundi í dag og fram kemur í tilkynningu frá bænum að heildartekjur bæjarins verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður við Dani í varnarmálum hefjast í dag

Viðræður íslenskra og danskra yfirvalda um samstarf í varnarmálum hefjast í Kaupmannahöfn í dag en sendinefnd frá Íslandi undir forystu Grétars Más Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, er nú stödd þar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega

Fjölga þarf sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum verulega á næstu árum til að mæta vaxandi þörf fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sex þúsund fá vaxtabætur vegna endurskoðunar

Rúmlega sex þúsund skattgreiðendur sem ekki fengu vaxtabætur samkvæmt álagningu í ágúst síðastliðnum öðlast rétt til vaxtabóta samkvæmt lögum um breytingar á vaxtabótum sem samþykkt voru á Alþingi nýlega.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld

Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa.

Innlent
Fréttamynd

Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum

Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Lækkuðu skatta um 22 milljarða króna

Alþingi lauk störfum fyrir jól um klukkan sjö í gærkvöldi með afgreiðslu laga um virðisaukaskatt á matvæli, sem lækkar ýmist úr 24,5 prósentum eða 14 prósentum í 7 prósent í mars á næsta ári. Þessi lækkun og skattalagabreytingar sem taka gildi um áramótin, svo sem lækkun tekjuskatts um eitt prósentustig, lækka skatta á landsmenn um samanlagt tuttugu og tvo milljarða króna. Alþingi afgreiddi einnig með hraði í gær lög um fjármál stjórnmálaflokkannna.

Innlent
Fréttamynd

SUS tætir í sig frumvarp um starfsemi stjórnmálaflokka

Framkvæmdsastjórn sambands ungra sjálfstæðismanna telur frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi um fjármál stjórnmálaflokka, meingallað og varar við þeim grundvallarsjónarmiðum sem ráðið hafa för við gerð þess. Ungir sjálfstæðismenn telja, að með frumvarpinu séu stjórnmálaflokkarnir að misnota umboð sitt frá almenningi í þeim tilgangi að viðhalda eigin völdum.

Innlent
Fréttamynd

Starfshópur fer yfir ólögmæta búsetu í atvinnuhúsnæði

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um leiðir til að sporna við ólögmætri búsetu í atvinnuhúsnæði. Umræður um málið kviknuðu á Alþingi í kjölfar úttektar umsjónarmanna fréttaþáttarins Íslands í dag á Stöð 2 en hún leiddi í ljós að víða er pottur brotinn í þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpi um RÚV vísað til þriðju umræðu

Samþykkt var fyrir um tvöleytið á Alþingi að vísa frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. til þriðju umræðu með 49 atkvæðum. Eins og fram hefur komið í fréttum fer þriðja umræða um frumvarpið fram eftir áramót samkvæmt samkomulagi stjórnarliða og stjórnarandstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn á leið í skemmtiferð til útlanda?

Tekist var á um það á Alþingi nú eftir hádegið hvort ákveðinn hópur þingmanna væri á leið í skemmtiferð nú eftir þinglok. Það var Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um fundarstjórn forseta og vakti athygli á orðum Guðjóns Ólafs Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, í fréttum Ríkisútvarpisins í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgarstjóra tvísaga í lóðakaupamáli

Oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur segir borgarstjóra tvísaga um þátt sinn í kaupum borgarinnar á fjórum hekturum í Norðlingaholti sem voru í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ekið frá Selfossi til Alþingis með undirskriftir í dag

Sunnlendingar og fleiri hyggjast fjölmenna í bílalest þar sem ekið verður frá Tryggvaskála á Selfossi og niður að Alþingishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar ætla þeir að afhenda Alþingi undirskriftir 25 þúsund Íslendinga sem skora á þingið að lögfesta tvöföldun Suðurlandsvegar án tafar.

Innlent
Fréttamynd

Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól

Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja vísa RÚV-frumvarpi frá

Minnihluti menntamálanefndar leggur til að frumvarpi um Ríkisútvarpið ohf. verði vísað frá en önnur umræða um frumvarpið stendur nú yfir.

Innlent