Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ríkið leggi sitt af mörkum vegna almenningssamgangna

Ársfundur Strætós bs. og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skora á ríkisvaldið að leggja sitt af mörkum til að bæta rekstrarskilyrði almenningssamgangna og minnka þær álögur sem lagðar eru á starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið í mál við olíufélögin

Dómsmálaráðuneytið hefur falið Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni að höfða skaðabótamál á hendur stóru olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs á tíunda áratug síðustu aldar. Vilhjálmur sagði í samtali við fréttastofu að krafan varðaði einkum meint samráð vegna útboða á olíuvörum fyrir Landhelgisgæsluna og lögregluembættin í landinu en sagði kröfugerð ekki hafa verið mótaða

Innlent
Fréttamynd

Vilja að afgreiðslu RÚV-frumvarps verði frestað

Stjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, skorar á forystumenn Framsóknarflokksins að fresta afgreiðslu frumvarps um Ríkisútvarpið um óákveðinn tíma eða á meðan málið er rætt betur innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar taka upp stjórnmálasamband við Líberíu

Íslendingar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Afríkuríkið Líberíu. Fastafulltrúar landanna hjá Sameinuðu þjóðunum undirrituðu yfirlýsingu þess efnis í New York í gær. Líbería er í Vestur-Afríku með strönd að Atlantshafi og þar búa um 3,5 milljónir manna.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarráðherra lét hlera síma sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn töldu að símar forystumanna Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðsins og Vísis væru hleraðir á fjórða áratug síðustu aldar, í tíð vinstristjórnar sem þá var við völd. Maðurinn sem sagður er hafa flett ofan af þessum meintu hlerunum var Bjarni Benediktsson, sem seinna átti eftir að fyrirskipa hleranir á símum vinstrimanna þegar hann varð dómsmálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Aukin framlög til endurreisnar og þróunar í Afganistan

Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan auk þess sem standa á að flugflutningum í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu Afganistan. Frá þessu greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í Ríga í Lettlandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sigrún Björk tekur við bæjarstjóraembætti 9. janúar

Sigrún Björk Jakbobsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, tekur við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu þann 9. janúar af Kristjáni Þór Júlíussyni, á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir áramót. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Akureyrar laust fyrir klukkan ellefu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri kynntur til sögunnar á Akureyri

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan korter í ellefu í ráðhúsi Akureyrar í dag þar sem kynna á breytingar á yfirstjórn bæjarins. Fastlega má búast við því að þar verði tilkynnt hver tekur við að Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra á Akureyri, sem er væntanlega á leið á þing í vor eftir að hann sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Guðni tekur undir orð Jóns

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar meti varnarþörf sína

Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir

Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar.

Innlent
Fréttamynd

Kristján segir það mistök að hafa stutt innrásina í Írak

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og sigurvegari í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi um helgina, segir að það hafi verið mistök hjá íslenskum stjórnvöldum að styðja innrásina í Írak árið 2003 og telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi líkt og Framsóknarflokkurinn að fara yfir ákvörðunartöku í aðdraganda málsins. Þá segist hann telja eðlilegt að sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi fái ráðherrasæti fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram í ríkisstjórn að loknum þingkosningum í vor.

Innlent
Fréttamynd

Halda óbreyttum réttindum í tvö ár

Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Verður var við andstöðu Framsóknarmanna við RÚV frumvarp

Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra segist verða var við mikla andstöðu innan Framsóknarflokksins við hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði í þættinum Pólitíkinni á Stöð tvö í dag að hann gæti ekki talað um það sem fram færi á þingflokksfundum en að hann hefði fáa Framsóknarmenn hitt sem vildu að RÚV yrði breytt í hlutafélag.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa opnar skrifstofu á Húsavík

Alcoa hefur opnað skrifstofu og upplýsingamiðstöð á Húsavík vegna vegna hugsanlegs álvers í landi Bakka við Húsavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að aðstaða Alcoa sé tekin í notkun nú þegar rannsóknir hafi leitt í ljós að engar tæknilegar hindranir standi í vegi fyrir því að álver rísi við Bakka.

Innlent
Fréttamynd

Viðræður við Norðmenn um öryggissamstarf ákveðnar

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ákváðu í dag að hefja þegar í næsta mánuði formlegar viðræður milli Íslands og Noregs um eftirlit í Norðurhöfum og framtíðarsamstarf landanna á sviði öryggis- og varnarmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlögum vísað til þriðju umræðu

Atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu um fjárlög ársins 2007 lauk nú fyrir stundu og var samþykkt að vísa þeim til þriðju umræðu. Þingmenn stjórnarmeirihlutans greiddu því atkvæði en stjórnarandstaðan sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Innlent