Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Skoska meistaramótið í golfi

Mikil spenna er á skoska meistaramótinu í golfi á Loch Lomond vellinum í Evrópsku mótaröðinni en þriðji keppnisdagur er nýhafinn. Hollendingurinn Martin Lafeber er efstur á 12 undir pari, Argentínumaðurinn Angel Cabrera er annar höggi á eftir. Darren Clarke er þriðji á tíu höggum undir pari ásamt Alistair Forsyth og Jonathan Lomas.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í 74 - 83 sæti

Ólöf María Jónsdóttir eru tveimur höggum undir pari eftir níu holur í dag á öðrum keppnisdegi á opna enska meistaramótinu í Evrópsku mótaröðinni í golfi. Hún er samtals á þremur yfir pari en hún lék á 77 höggum í gær. Hún hefur því bætt stöðu sína frá því í gær er í 74 - 83 sæti. Ólöf María er búinn að fá þrjá fugla, fimm pör og einn skolla á holunum níu á Chart Hills vellinum.

Sport
Fréttamynd

Wie sjö höggum frá efsta manni

Michelle Wie fimmtán ára táningsstúlkan frá Bandaríkjunum keppir a á John Deere mótinu en mótið er hluti af PGA mótaröðinni. Wie  fékk boð frá styrktaraðilum mótsins og virðist hafa gríðarlega stóran aðdáendahóp.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur í 58-65 sæti

Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék á Bråviken-vellinum í Svíþjóð á sjö höggum yfir pari á fimmtudaginn á fyrsta keppnisdegi Rejmes-mótsins á Telia Tour mótaröðinni í golfi. Ragnhildur lék á 79 höggum og er í 58-65 sæti af alls 105 keppendum. Keppnin heldur áfram á morgun en þá verður skorið niður fyrir lokadaginn sem fram fer á laugardaginn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur með forystu

Birgir Leifur Hafþórsson var rétt að ljúka öðrum hring sínum Open des Volcans mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Hann lék á 73 höggum í dag eða á tveimur yfir pari og er sem stendur í ellefta sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á 3 undir pari. Birgir er með forystu eftir fyrsta dag. Nicolas Joakimides frá Frakklandi er efstur 8 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Jim Furyk vann Western mótið

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk sigraði á Western-mótinu í golfi sem lauk í Lemont í Illinois í gærkvöldi.  Furyk tókst að verjast áhlaupi Tiger Woods sem varð annar, tveimur höggum á eftir. 

Sport
Fréttamynd

Björn lék á 69 höggum

Daninn Thomas Björn er með fjögurra högga forystu á Opna evrópska mótinu í golfi. Björn lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum en leikið er á Írlandi á sama velli og næsta Ryder-keppni verður haldin á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Stefnir í æsispennandi lokahring

Það stefnir í æsispennandi lokahring á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Ben Curtis eru efstir og jafnir á tólf höggum undir pari eftir 54 holur.

Sport
Fréttamynd

Golf: Sigur gegn Finnum

Karlalandsliðið í golfi var rétt í þessu að leggja Finna, 3-2, á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum á Englandi. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér 15. sætið á mótinu af tuttugu. Sigmundur Einar Másson, Stefán Már Stefánsson og Heiðar Davíð Bragason unnu leiki sína.

Sport
Fréttamynd

Couch hefur óvænt forystu

Bandaríkjamaðurinn Chris Couch hefur óvænt forystu á Opna Chialis Western mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi en leikið er í Lemont í Illinois. Couch var boðið á mótið eftir tvo sigra á áskorendamótaröðinni. Hann lék á 67 höggum í gær og er samtals á níu höggum undir pari eftir 36 holur.

Sport
Fréttamynd

Leika við Finna um 15. sætið

Karlalandsliðið í golfi leikur nú gegn Finnum á Evrópumóti áhugamanna á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi en leikið er um 15. sætið á mótinu. Rétt fyrir hádegi var búið að leika sex holur. Stefán Már Stefánsson er tveimur holum yfir í sínum leik, Finnarnir eru yfir í tveimur leikjum og jafnt er í tveimur viðureignum.

Sport
Fréttamynd

Spilað við Svía um 13.-16. sætið

Íslenska landsliðið í golfi er núna að spila við Svía um 13.-16. sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Otto Sigurðsson tapaði þremur fyrstu holunum gegn Niclas Lemke. Jafnt var í leik Arnar Ævars Hjartarsonar og Stefáns Más Stefánssonar gegn Alex Noren og Kalle Edberg eftir fyrstu þrjár holurnar.

Sport
Fréttamynd

Þrír kylfingar efstir

Þrír kylfingar eru jafnir eftir fyrsta keppnisdag á Cialis-mótinu í golfi í Illinois í Bandaríkjunum. Bandaríkjamennirnir Ben Curtis, Jim Furyk og Todd Fischer léku allir á sjö höggum undir pari. Þremenningarnir hafa tveggja högga forystu á Ástralann Robert Allenby og Bandaríkjamennina Chad Campbell og Harrison Frazar.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Írland

Íslenska karlalandsliðið í golfi er núna að spila við Íra í keppni um  til sextánda sætið á Evrópumóti áhugamanna í golfi. Þegar níu holur voru búnar af fjórmenningnum áttu þeir Örn Ævar Hjartarson og Stefán Már Stefánsson eina holu á Írana Michael McGeady og Jim Carvill.

Sport
Fréttamynd

Golf: Landsliðið hóf leik í morgun

Karlalandsliðið í golfi hóf leik í morgun á Evrópumóti áhugamanna í golfi en leikið er á á Hillside-strandvellinum í Southport á Englandi. Örn Ævar Hjartarson, Heiðar Davíð Bragason, Magnús Lárusson, Ottó Sigurðsson, Sigmundur Einar Másson og Stefán Már Stefánsson skipa liðið.

Sport
Fréttamynd

Golf-Erfitt hjá íslensku sveitinni

Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 16. sæti á 27 höggum yfir pari eftir fyrsta daginn á Evrópumóti landsliða áhugamanna á Hillside golfvellinum í Southport í Englandi. Sex kylfingar skipa hvert lið og er spilaður höggleikur í dag og á morgun. 20 þjóðir taka þátt í keppninni. Frakkar og Wales eru efst á einu höggi undir pari.

Sport
Fréttamynd

Remesy vann í bráðabana

Frakkinn Jean Francois Remesy vann landa sinn Jean Van De Velde á fyrstu holu í bráðabana á Opna franska meistaramótinu í evrópsku mótaröðinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Harrington hækkar á heimslistanum

Írinn Padraig Harrington færðist úr ellefta sæti í það áttunda á heimslista kylfinga eftir sigur á Barclays mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur setti vallarmet

Ostamótið í golfi var haldið á Akranesi um helgina, en mótið er liður í Toyota-mótaröðinni í sumar. Í kvennaflokki sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK nokkuð örugglega, en hún lék síðari hring sinn á mótinu í gær á tveimur höggum undir pari eða sjötíu höggum, sem er vallarmet.

Sport
Fréttamynd

Furyk efstur á Barclays Classic

Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk hefur forystu á Barclays Classic mótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Furyk er á 8 höggum undir pari en landi hans Brian Gay er annar, höggi á eftir.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María komst ekki áfram

Ólöf María Jónsdóttir lauk öðrum hring á Algarve-mótinu í golfi nú laust fyrir hádegi. Ólöf María lék annan hringinn á 75 höggum eða þremur yfir pari vallarins. Hún var því á 9 höggum yfir pari samtals og kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Ólöf keppir í Portúgal á morgun

Ólöf María Jónsdóttir mun hefja leik klukkan 10.40 í fyrramálið á Opna portúgalska mótinu í golfi, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram á Gramacho Pestana golfvellinum í Algarve og er heildarverðlaunaféð í mótinu 300 þúsund evrur, eða 2,4 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

6 íslenskar kepptu á opna franska

6 íslenskar stúlkur tóku þátt í Opna franska áhugamannamótinu í golfi sem fór fram bænum Pau í suðurhluta Frakklands um helgina. Helena Árnadóttir úr GR náði bestum árangri íslensku stúlknanna og komst í gegnum niðurskurðinn. Hún hafnaði í 40. sæti af 70 keppendum.

Sport
Fréttamynd

Campbell sigraði á Opna bandaríska

Nýsjálendingurinn Michael Campbell sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í Pinehurst í Norður-Karólínu í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn var Campbell fjórum höggum á eftir Suður-Afríkumanninum Retief Goosen sem átti titil að verja. Goosen fór illa að ráði sínu og lék holurnar 18 í gær á 11 höggum yfir pari og varð í 11.-14.. sæti.

Sport
Fréttamynd

Goosen með þriggja högga forystu

Suður-Afríkumaðurinn Retief Goosen hefur þriggja högga forystu fyrir síðasta hringinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Goosen er á þremur höggum undir pari en Bandaríkjamennirnir Olin Browne og Jason Gore eru jafnir í öðru sæti. Báðir hafa leikið holurnar 54 á pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 34.-40. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er í 34.-40. sæti á St. Omer mótinu í golfi í Frakklandi. Birgir er búinn að spila sjö holur í morgun. Hann fékk skolla á annarri holu og nú áðan fór hann sjöundu holuna á þremur yfir pari og er því samtals á tveimur höggum yfir pari. Rétt fyrir hádegi voru sjö kylfingar jafnir í fyrsta sætinu á fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 14.-17. sæti

Bigir Leifur er núna samtals á einu undir pari á St.Omer mótinu í Frakklandi. Hann fékk skolla á sextándu holu og er í 14.-17.sæti þegar hann á eina eftir í dag.

Sport
Fréttamynd

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson er sem stendur í 3.-5. sæti á St. Omer mótinu í Frakklandi sem er hluti af áskorendamótaröð Evrópu. Hann hefur leikið frábærlega í morgun og er fjórum höggum undir pari eftir tíu holur.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 11. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er jafn í 11. sæti ásamt Walesbúanum Kyron Sullivan á 2  höggum undur pari fyrir lokahringinn á St.Omer golfmótinu í Frakklandi. Allir kylfingar hafa nú lokið leik í dag og því ljóst að Birgir er í seilingafjarlægð við efsta sætið fyrir lokahringinn.

Sport
Fréttamynd

Þremur höggum á eftir efstu mönnum

Birgir Leifur Hafþórsson endaði þriðja hring sinn með fugli á St.Omer mótinu í Frakklandi í dag. Hann lék samtals á 69 höggum og var tveimur höggum undir pari vallarins og er samtals á 211 höggum, tveimur undir pari. Hann er í 10.-14. sæti og er aðeins þremur höggum á eftir efstu mönnum mótsins, Carl Sunesen frá Svíþjóð og James Heath.

Sport