Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

For­seti þing­meiri­hlutans

Á lýðveldistímanum hefur þingmeirihlutinn ítrekað reynt að sölsa undir sig forsetaembættið þannig að hann hefði bæði forsetann og forsætisráðherrann. Séra Bjarni frambjóðandi þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins féll 1952 og þjóðin kaus sér sinn eigin forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki gefið hvernig spilast úr stöðunni fari Katrín fram

Allar líkur eru á að Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynni fyrir helgi hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Geri hún það mun hún samstundis segja af sér embætti forsætisráðherra. Formenn hinna stjórnarflokkanna segja ekki gefið hvernig spilaðist úr þeirri stöðu þótt grundvöllur væri fyrir áframhaldandi samstarfi flokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Maður í manns stað

Landinn situr nú og bíður átekta vegna mögulegra framboða í forsetaembættið. Aldrei hafa verið fleiri bendlaðir við framboð og ýmsir nafntogaðir einstaklingar þar á meðal. Stærsta spurningin er þó hvort forsætisráðherra muni gefa kost á sér.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur með nokkurt for­skot á Jón og Katrínu

Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur hefur nokkuð forskot á keppinauta sína í baráttunni um að verða arftaki Guðni Th. Jóhannessonar sem forseti Íslands. Þetta sýnir ný könnun sem Prósent vann fyrir stuðningsfólk Baldurs og Vísir hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Telur að Katrín yrði mjög öflugur kandídat

„Það yrði allavega mjög öflugur kandídat til forsetaembættisins sem kæmi þar fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur. Hann telur mikilvægt að Katrín ákveði sig og tilkynni um ákvörðun sína áður en þing kemur saman í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Katrín boðar til ríkisstjórnarfundar vegna Svan­dísar

Boðað hefur verið til ríkisstjórnarfundar klukkan 15:30 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til fundarins en tilefni hans er samkvæmt heimildum fréttastofu endurkoma Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra úr veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi frestar fundum

Ekkert verður af þremur opnum stjórnmálafundum innviðaráðherra á Austfjöðrum í dag. Telja má líklegt að Austfirðingar hafi verið gíraðir fyrir fundina eftir mikla snjókomu og samgönguvandamál af þeim sökum yfir páskana.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort ríkis­stjórnin lifi fram­boðið af

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort ríkisstjórnin lifi það af ef Katrín Jakobsdóttir lætur til skara skríða og býður sig fram til forseta. Miðað við atburðarásina síðustu daga sé líklegt að hún fari fram.

Innlent
Fréttamynd

Í­hugar fram­boð til for­seta al­var­lega

Katrín Jakobsdóttir staðfestir að hún sé alvarlega að hugsa um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands og muni greina frá niðurstöðu sinni á næstu dögum. Tveir forsetaframbjóðendur hafa bæst í hópinn frá í gær, þeir Jón Gnarr og Guðmundur Felix Grétarsson. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar sérstaklega í dag um mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Framsóknarfólk geti vart dvalið í sama her­bergi

Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar segir spennuna á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna smáræði miðað við djúpgremju Sjálfstæðismanna í garð Framsóknarflokksins. Fólk innan þeirra flokka geti varla dvalið í sama herbergi. Hún spáir því að Katrín Jakobsdóttir tilkynni um framboð til forseta í vikunni en það verði ekki til þess að ríkisstjórnin springi.

Innlent
Fréttamynd

Jón tveimur mínútum fljótari að safna en Baldur

Jón Gnarr, sem tilkynnti um forsetaframboð sitt fyrr í kvöld, er búinn að safna meðmælunum sem þarf til að bjóða sig fram til forseta. Þetta staðfestir Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sterkir forsetaframbjóðendur geta gjör­breytt stöðunni

Jón Gnarr tilkynnir væntanlega í kvöld hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta Íslands eða ekki. Þá styttist í að forsætisráðherra geri upp hug sinn. Stjórnmálafræðingur segir framboð þeirra og nokkurra annarra geta ráðið miklu í kosningabaráttunni.

Innlent
Fréttamynd

„Veit að hún er að hugsa málið“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri for­­seta­efni og nú eða 60 stykki

Að sögn Brynhildar Bolladóttur, lögfræðings hjá Landskjörstjórn, hafa aldrei verið fleiri í forsetaframboði en sem stendur eru 60 manns á skrá yfir þá sem nú leita eftir stuðningi. Athygli vekur að af þessum sextíu eru aðeins 16 konur.

Innlent