Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Sjó­­menn og SFS ná saman um nýjan kjara­­samning

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019, en á síðasta ári var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur vill nýtt leyfi til fimm eða tíu ára hið minnsta

Hvalur hf. hefur óskað eftir endurnýjun leyfis til veiða á langreyði. Í erindi fyrirtækisins til matvælaráðuneytisins segir að það sé rétt og eðlilegt að leyfið sé til fimm ára og framlengist um ár til viðbótar í lok hvers starfsárs eða verði að öðrum kosti til tíu ára.

Innlent
Fréttamynd

MAST kærir niður­fellingu Helga á rann­sókn

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið greiði starfs­mönnum Hvals laun

Hvalur hf. fer fram á að íslenska ríkið greiði starfsmönnum fyrirtækisins laun fyrir þann tíma sem bann stjórnvalda gegn hvalveiðum gilti í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í kröfu Hvals sem send var á ríkislögmann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sesselja Ingi­björg stýrir frumkvöðlastarfi Sam­herja

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda fast í fyrri ráð­gjöf um engar loðnu­veiðar

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Al­var­legra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“

Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að frum­varpið hafi ekki verið samið af fag­fólki

Forstjóri útgerðarfélagsins Brims segir ljóst að frumvarp matvælaráðherra til laga um sjávarútveg hafi ekki verið samið af fagfólki eða aðilum með mikla reynslu og yfirsýn á sviði fiskveiðistjórnunar. Hann vill að frumvarpið verði unnið betur, í samvinnu við þá sem best þekki til, áður en lengra verður haldið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­höllin kallar eftir nýrri um­gjörð utan um er­lent eignar­hald í sjávar­út­vegi

Forsvarsmenn íslensku Kauphallarinnar mæla fyrir breytingum á umgjörð utan um erlenda fjárfestingu í sjávarútvegsfyrirtækjum, sem núna dregur úr gagnsæi og girðir í reynd nánast fyrir aðkomu slíkra fjárfesta, og vilja að regluverkið um erlent eignarhald verði svipað og gildir um flugrekstur hér á landi. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars valdið því að íslensku sjávarútvegsfélögin eru ekki gjaldgeng í alþjóðlegar hlutabréfavísitölur ólíkt öðrum stórum skráðum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir stækka við hlut sinn í Ís­fé­laginu eftir skráningu á markað

Tveir lífeyrissjóðir, sem voru meðal umsvifamestu þátttakenda í almennu hlutafjárútboði Ísfélagsins undir lok síðasta árs, hafa stækkað talsvert við stöðu sína í fyrirtækinu með kaupum á eftirmarkaði síðustu vikur fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Ísfélagsins hefur haldist nánast óbreytt frá fyrsta degi viðskipta þegar félagið var skráð á markað fyrir einum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Afglapavæðing?

Það er eitthvað sérkennilegt að gerast í samfélaginu þegar íbúar lítils bæjarfélags eins og Seyðisfjarðar þurfa að fara í flókinn og rándýran málarekstur til að mæta ofríki og beinlínis lögbrotum stjórnvalda.

Skoðun
Fréttamynd

Telur ein­sýnt að Svan­dís eigi að víkja

Forsætisráðherra telur ekki ástæðu fyrir matvælaráðherra til að segja af sér í ljósi álits Umboðsmanns alþingis um hvalveiðibann í sumar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir afsögn Bjarna Benediktssonar hafa skapað fordæmi og Svandís eigi að víkja. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín segir á­lit Um­boðs­manns ekki til­efni til af­sagnar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir álit Umboðsmanns ekki tilefni til afsagnar Svandísar Svavardóttur matvælaráðherra. Hún segir að mikilvægt sé að taka niðurstöðu Umboðsmanns alvarlega og draga af henni lærdóm en að hún gefi ekki tilefni til róttækra aðgerða.

Innlent