Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Baráttan um fiskimiðin

Sem barn þoldi ég ekki soðinn fisk stappaðan í kartöflur. Í minningunni var rétturinn á borðum að minnsta kosti þrisvar í viku á uppeldisárum mínum. En fjarlægðin gerir fjöllin blá. Í dag grípur mig reglulega fortíðarþrá og djúpstæð löngun í stappaðan fisk.

Skoðun
Fréttamynd

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn

Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja auka innflutning

Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til að auka enn frekar íslenskan innflutning til Kína með því að greiða fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti.

Innlent
Fréttamynd

Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey.

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“

Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipar samráðsnefnd um fiskeldi

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað samráðsnefnd um fiskeldi. Nefndin mun meðal annars hafa það hlutverk að meta forsendur og úrvinnslu gagna sem áhættumat erfðablöndunar byggist á.

Innlent
Fréttamynd

Barn síns tíma

Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það.

Skoðun
Fréttamynd

Eru fyrst og fremst að taka til

Ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra boða aðgerðir til að einfalda regluverk. Binda vonir við að önnur ráðuneyti og sveitarfélög grípi til sömu aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Bíldudalshöfn

Vesturbyggð gaf út í maí á þessu ári Innviðagreiningu fyrir sveitarfélagið sem unnin var í samstarfi við Eflu verkfræðistofu. Í greiningunni er horft til ástands innviða sveitarfélagsins vegna hafsækinnar starfsemi.

Skoðun