Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hin raun­veru­lega Martha opnar sig hjá Pi­ers Morgan

Fiona Harvey, konan sem karakterinn Martha í Netflix-þáttunum Baby Reindeer er byggð á, er á leið í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal um málið. Þar ræðir fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan við hana um hennar hlið sögunnar. 

Á­kvörðun Seðla­bankans sé ó­skiljan­leg

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir.

At­vinnu­bíl­stjórar sýni minnstu tillitssemina

Verkstjórar hjá Vegagerðinni og ÍAV segja atvinnubílstjóra vera almennt ótillitsamari en aðrir þegar ekið er fram hjá framkvæmdasvæði. Það eru þá rútubílstjórar, strætóbílstjórar, vörubílstjórar og aðrir.

Stuðnings­menn Katrínar á­huga­samari en aðrir

63 prósent landsmanna hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum sem fram fara í júní. Fjórðungur kveðst hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga og tólf prósent hafa lítinn áhuga. Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru með meiri áhuga á kosningunum en stuðningsmenn annarra frambjóðenda. 

Halla Hrund á­fram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Leki kom að bát út af Barða

Leki kom að strandveiðibát sem var við veiðar út af Barða á Vestfjörðum. Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu en annar bátur í nágrenninu tók strandveiðibátinn í tog.

Á­horf á Euro­vision hríðfellur

Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 

Aukið at­vinnu­leysi

Í marsmánuði voru 9.500 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,1 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 

Vildi heim­sækja krabba­meins­sjúka móður sína en vísað úr landi

Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. 

Sjá meira