Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sig­ríður Á. Ander­sen varð Ís­lands­meistari

Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hreppti í dag Íslandsmeistaratitil í í sínum þyngdarflokki frá fimmtíu til sextíu ára á Íslandsmóti Kraftlyftingasambandsins í dag.

Hafi orðið fyrir þrýstingi úr ó­líkum áttum

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi var enn og aftur innt eftir svari við því hvort ráðherrar hafi beitt hana þrýstingi í starfi hennar sem orkumálastjóri. Hún vék sér frá beinu svari og sagði að það væri ekki hlutverk forseta að útlista einstaka samræður. Þó sagði hún að ólíkir aðilar úr stjórnmálum, viðskiptalífinu og hagaðilasamtökum hafi eðlilega komið sínu á framfæri við sig.

„Ó­dýrt“ að gera samningana tor­tryggi­lega

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð.

Völd óskast: For­seti allra kyn­slóða?

Landssamband Ungmennafélaga og JCI á Íslandi bjóða forsetaframbjóðendum að mæta ungu fólki í Iðnó kl. 14:00 þann 5. maí. Efstu fimm frambjóðendum var boðið til samtals við ungt fólk. Í pallborðinu mætast Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr.

Ísrael sam­þykkir ekki vopna­hlé

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin.

Viður­kennir að hafa gengið of hart fram

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins.

Sló til starfs­manns og beit við­skipta­vin

Lögregla var kölluð út til verslunar Krónunnar í Skeifunni um klukkan fjögur síðdegis eftir að maður hafði slegið til starfsmanns verslunarinnar sem meinaði honum aðgang að búðinni, auk þess að hafa bitið annan viðskiptavin. 

„Skrímsla­deildin“ hafi skorið upp her­ör gegn mót­fram­bjóð­endum Katrínar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði harðorða færslu á síðu sína á Facebook í dag þar sem hún skaut föstum skotum á svokallaða „áróðursmaskínu Íslands“ og það sem hún kallar „skrímsladeildina.“ Hún fer einnig ófögrum orðum um umfjöllun Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, í aðdraganda forsetakosninganna.

Sjá meira